In orbit

Þessi kúlulaga hlutur var á braut um mig í eldhúsinu mínu um daginn. Ég náði sem betur fer mynd af honum áður en hann brotlenti á mér.

Kolsýrt vatn

Er ég að nenna að fara svara netkönnun hjá Gallup um kolsýrt vatn? Held ekki. Ég segi bara að kolsýrt vatn sé ágætis hressing, en fer kannski ekkert sérstaklega vel með tennurnar. Þetta er nú sýra. Vatn getur verið sýra líka. Jæja..

Fuglaflensan

Úff. Fuglaflensan breiðist út. Miðað við mína spá um hvenær hún skyldi ná hingað þá eru um tvær vikur til stefnu. Spurning um að búa sig undir að loka sig inni með dósamat?

VOD

Getur einhver sagt mér hvar þessi VOD takki á fjarstýringunni er? Hef ekki fundið hann ennþá og það næsta sem ég geri er að rífa fjarstýringuna í sundur og bæta honum við.

Hlutafleiðujöfnur

images.jpg

Held að það sé bara komið gott af hlutafleiðujöfnum í kvöld. Er eiginlega bara

feginn að þær séu ekki slembnar að auki. Hef samt heyrt að slembnar hlutafleiðujöfnur séu jafnvel skemmtilegar.

Í gegnum kirkjugarðinn

Fór fyrir löngu síðan í Hólavallakirkjugarð til að taka myndir. Hér er ein af þeim. Mér finnst hún sérstaklega flott svart/hvít því að það gerir myndina eldri og maður hefur á tilfinningunni að það sé meiri saga á bakvið hana.

Á milli grafa

Það sem var sérstakt við þessa kirkjugarðsferð var það að tveir kettir voru að leika sér í garðinum þegar ég var þar. Og þeir virtust hafa einhvern furðulegann áhuga á mér þegar ég var þarna. Ég náði nokkrum myndum af þeim.

Um mig

Ég heiti Davíð Már Daníelsson og er 26 ára Reykvíkingur.

Ég stunda nám við Háskóla Íslands í rafmagnsverkfræði.

… meira síðar.