Dundur í próflestri

Einn af þeim hlutum sem hægt er að dunda sér við í prófum er að búa til skutlur (e. paper airplanes). Nokkrar útgáfur eru til og hér má sjá einhverjar af þeim.

Hiti og próflestur

Hiti og próflestur fara sjaldan vel saman. Hvort sem það er sótthiti eða lofthiti. Það sem hrjáir mig núna er lofthitastigið í garðinum mínum sem er 21 gráða á celsíuskvarðanum, mælt í skugga. Þetta má líklegast rekja til hagstæðra loftstrauma. En þeir eru samt ekkert sérstaklega hagstæðir fyrir mig, sem sit inni og les fyrir próf.

Freyðibaðið og einkunnir

Verð bara að taka fram að þetta með freyðibaðið gerðist fyrir löngu síðan.

Mest skoðaðasta síðan á háskólanetinu er án efa einkunnasíðan hans Pálma, en þar kemur einmitt fram að Tumi sé búinn að skila einkunnum úr smárásaprófinu sem ég fór í í morgun. Hann er eini kennarinn minn sem hefur skilað einkunnum samdægurs. Nokkuð gott sko. Einkunnirnar eru reyndar ekki komnar inn í ugluna. Skrifstofan sér víst um koma þeim þangað. Mér finnst samt að kennarinn ætti sjálfur að gera það. Minnkar allavega líkur á innsláttarvillum.