Landið sem hverfur

Þeir sem hafa áhuga á að skoða hvernig svæðið lítur út sem fer undir vatn hjá Kárahnjúkum er bent á ljósmyndasýningu frá Christopher Lund sem er alveg frábær ljósmyndari.

Það er alveg rosalegt að sjá þessar myndir og þær gefa manni öðruvísi og betri sýn á náttúru Íslands. Á okkur að vera sama um þau áhrif sem þetta hefur á lífríkið þarna? Ég er allavega þeirrar skoðunar að það ætti að fara fram ítarlegra umhverfismat fyrir Kárahnjúka.

Lögreglan

Eftirfarandi er tekið af mbl.is :

Lögreglan í Reykjavík kvartar undan kæruleysi ökumanna í umferðinni. Hún segir að þetta sjáist glögglega þegar skoðuð séu umferðarlagabrot sem lögreglan í Reykjavík tekur á daglega. Í gær þurfti að hafa afskipti af mörgum ökumönnum fyrir ýmsar sakir t.a.m. hvað varðar bílbeltanotkun, notkun farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þá segir lögreglan marga ökumenn eiga erfitt með að virða stöðvunarskyldu og vill ítreka að það sé bannað að aka yfir á rauðu ljósi.

Ok. Er þetta eitthvað nýtt? Eru ökumenn eitthvað kærulausari núna en venjulega? Held ekki. Þeir taka fram að margir virði ekki stöðvunarskyldu og að það sé bannað að fara yfir á rauðu ljósi. Eins og fólk viti það ekki, fólki er bara alveg sama.

joner

Rétt í þessu stóð ég mig að því að vera að skoða vefsíðu Jóns Erlendssonar, en það var algjörlega óvart. Eins og allir eiga að vita þá teygir hann anga sína út um allt internetið og því mjög miklar líkur á að enda á síðunni hans þegar skoðaðar eru síður á netinu. Ég heyrði kastað fram að google.com hefði þurft að stækka við sig til að aðrir gætu notað leitarvélina.