Lobbið aftur

Inverted-V

Jæja, loksins kom að því. Eyddum sumardeginum fyrsta í að setja upp inverted-V loftnet í bakgarðinum hjá Villa. Það gekk nú hálf brösulega til að byrja með, kennum stönginni um það, en að lokum þá tókst þetta. Tókum daginn snemma, hálf 9, þegar það var ennþá frost síðan um veturinn. Sólin skein samt og við fengum að finna ágætlega fyrir henni þar sem við horfðum mest allann tímann upp.

Stöngin var 15m löng og settum hana upp þannig að hægt væri að hífa loftnetið upp eins og fána á fánastöng. Loftnetið sést á myndinni til hliðar, en þar sem loftnetsvírarnir sjálfir voru bláir á lit, þá falla þeir mjög vel við himininn.

Þegar klukkan var orðin hálf 6, þá prófaði Villi loftnetið og náði sambandi við einhvern prýðismann í Virginíu sem hafði greinilega mikið að segja.

Sveppir

Sveppir á heyrúllum

Sá þessa tvo sveppi á heyrúllum nálægt Eyrarbakka. Það var líka köttur eitthvað að sniglast þarna í kring, hafði ekki mikinn áhuga á mér. Hann hefur líklegast verið að narta í sveppina.

In orbit

Þessi kúlulaga hlutur var á braut um mig í eldhúsinu mínu um daginn. Ég náði sem betur fer mynd af honum áður en hann brotlenti á mér.

Í gegnum kirkjugarðinn

Fór fyrir löngu síðan í Hólavallakirkjugarð til að taka myndir. Hér er ein af þeim. Mér finnst hún sérstaklega flott svart/hvít því að það gerir myndina eldri og maður hefur á tilfinningunni að það sé meiri saga á bakvið hana.

Á milli grafa

Það sem var sérstakt við þessa kirkjugarðsferð var það að tveir kettir voru að leika sér í garðinum þegar ég var þar. Og þeir virtust hafa einhvern furðulegann áhuga á mér þegar ég var þarna. Ég náði nokkrum myndum af þeim.