Wargames

Var að horfa á Wargames í gær í sjónvarpinu. Fékk mig til að rifja upp Mark V. Shaney dæmið á usenet fyrir löngu síðan.
Usenet notandinn Mark V. Shaney var semsagt tölvuforrit sem notaði svokallaðar Markov chains til að raða saman texta þannig að hann væri læsilegur. Einhver talaði um að hann hefði fengið textann úr gömlum usenet greinum. Algjör snilld.

It looks like Reagan is going to say? Ummm… Oh yes, I was looking
for. I’m so glad I remembered it. Yeah, what I have wondered if I had
committed a crime.
Don’t eat with your assessment of Reagon and Mondale. Up your nose
with a guy from a firm that specifically researches the teen-age
market. As a friend of mine would say, “It really doesn’t matter”…
It looks like Reagan is holding back the arms of the American eating
public have changed dramatically, and it got pretty boring after about
300 games.

(Tekið af http://groups.google.com/group/net.singles/msg/531b9a2ef72fe58)

Úff.

In orbit

Þessi kúlulaga hlutur var á braut um mig í eldhúsinu mínu um daginn. Ég náði sem betur fer mynd af honum áður en hann brotlenti á mér.

Kolsýrt vatn

Er ég að nenna að fara svara netkönnun hjá Gallup um kolsýrt vatn? Held ekki. Ég segi bara að kolsýrt vatn sé ágætis hressing, en fer kannski ekkert sérstaklega vel með tennurnar. Þetta er nú sýra. Vatn getur verið sýra líka. Jæja..

Fuglaflensan

Úff. Fuglaflensan breiðist út. Miðað við mína spá um hvenær hún skyldi ná hingað þá eru um tvær vikur til stefnu. Spurning um að búa sig undir að loka sig inni með dósamat?

VOD

Getur einhver sagt mér hvar þessi VOD takki á fjarstýringunni er? Hef ekki fundið hann ennþá og það næsta sem ég geri er að rífa fjarstýringuna í sundur og bæta honum við.

Hlutafleiðujöfnur

images.jpg

Held að það sé bara komið gott af hlutafleiðujöfnum í kvöld. Er eiginlega bara

feginn að þær séu ekki slembnar að auki. Hef samt heyrt að slembnar hlutafleiðujöfnur séu jafnvel skemmtilegar.

Í gegnum kirkjugarðinn

Fór fyrir löngu síðan í Hólavallakirkjugarð til að taka myndir. Hér er ein af þeim. Mér finnst hún sérstaklega flott svart/hvít því að það gerir myndina eldri og maður hefur á tilfinningunni að það sé meiri saga á bakvið hana.

Á milli grafa

Það sem var sérstakt við þessa kirkjugarðsferð var það að tveir kettir voru að leika sér í garðinum þegar ég var þar. Og þeir virtust hafa einhvern furðulegann áhuga á mér þegar ég var þarna. Ég náði nokkrum myndum af þeim.